Eignaumsjón tekur við starfsemi Húsastoðar

Samkomulag hefur náðst milli PricewaterhouseCoopers ehf. og Eignaumsjónar hf. um að Eignaumsjón taki við allri starfsemi Húsastoðar ehf., dótturfélags PwC og annist alla þjónustu við viðskiptavini Húsastoðar, í samræmi við gildandi þjónustusamninga. Engar efnislegar breytingar eru á samningum þeirra hús- og rekstrarfélaga sem eru í þjónustu hjá Húsastoð eftir að Eignaumsjón tók formlega við rekstri félagsins þann 16. apríl 2019.
Skrifstofa og þjónusta Húsastoðar er flutt frá Skógarhlíð 12 og er nú hjá skrifstofu Eignaumsjónar að Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík. Síminn á skrifstofunni er 585 4800 og netfangið er thjonusta@eignaumsjon.is.

Hagkvæm þjónusta fyrir húsfélög. Við nýtum samlegðaráhrif þess að hafa þjónustuna og yfirsýnina á einum stað til að hagræða og lækka kostnað og skilum því til viðskiptavina í formi hóflegs þjónustugjalds.

Ávinningur íbúa getur því verið margþættur, svo sem minna umstang og minni áhyggjur, tímasparnaður, aukið öryggi með útvistun bókhalds og sjóðsumsjónar auk aðstoðar við lögfræðileg álitaefni, ef með þarf.

Hagstæðar leiðir fyrir þitt húsfélag

Húsagrunnur

1

 • 1. Greiðsluseðlar sendir út mánaðarlega. Innheimtuviðvörun vegna vanskila, eftirfylgni innheimtu og lögveðsréttindum húsfélagsins fylgt eftir.
 • 2. Umsjón með greiðslu reikninga, sjóðsumsjón og endurgreiðslu virðisaukaskatts.
 • 3. Færsla bókhalds samkvæmt fjöleignahúsalögum og sundurliðuð kostnaðaráætlun.
 • 4. Gerð ársreikninga með sundurliðun og skýringum, ásamt fjölföldun á ársreikningi.
 • 5. Húsfélagsyfirlýsing til fasteignasala.

Húsagrunnur

2

 • 1. Húsagrunnur 1.
 • 2. Aðalfundaþjónusta. Lögmæt boðun funda. Stjórnun funda, ritun fundargerðar ásamt fundaraðstöðu.
 • 3. Ráðgjöf um réttindi og skyldur húsfélaga.
 • 4. Ráðgjöf og aðstoð vegna fjármála. Aðstoð við tilboðsöflun vegna rekstrar.

Húsagrunnur

3

 • 1. Húsagrunnur 1 og 2.
 • 2. Framkvæmdasjóður. Heildarumsjón með sjóði.
 • 3. Ráðgjöf varðandi framkvæmdir og viðhald.
 • 4. Frágangur verksamninga. Vönduð tilboð. Val á eftirlitsmönnum, ráðgjöfum og verktökum. Aðstoð við mat tilboða og greining.
 • 5. Ágreiningsmál, sáttamiðlun og grunn lögfræðiþjónusta.

Gagnsæi og skjót viðbrögð

Markmið Húsastoðar er að vera leiðandi á markaði með sérhæfða gæðaþjónustu fyrir húsfélög og fyrirtækjasambýli. Við höfum að leiðarljósi trygg og áreiðanleg vinnubrögð og skjóta þjónustu.

Mikilvægt er fyrir eigendur að gæta þess að viðurkenndir meistarar standi fyrir viðhaldsverkum þar sem slík verk eru oft mjög vandasöm. Þá er ekki síður mikilvægt að leitað sé til hæfra ráðgjafa er hafi næga þekkingu til úttekta.

Sendu okkur línu eða hringdu í síma 585 4800